Nautakjötið er selt allt frá einum áttunda hluta af skrokk og upp í heila skrokka. Stærðir pakkninga á hakki og gúllas eru eftir óskum viðskiptavina.
Íslensk náttúra býður bestu skilyrði til nautgriparæktar. Við nautgriparæktun Mýranauts eru engin aukaefni notuð eða sýklalyf. Nautgripirnir eru aldir á mólk frá kúnni, grasi sem grær á túninu heima og góðu heyi þegar þeir koma inn.
Kalda loftslagið okkar á Íslandi gerir það að verkum að fitusprenging kjötsins verður afbragðsgóð, fullkomið fyrir eldun hvort sem er til steikingar eða grillun.